• 00:02:14Hamingja þessa heims: Rýni
  • 00:09:50Ana Mendieta og Carl André
  • 00:28:31Hrafninn

Víðsjá

Hrafninn, Dauði listamanns, Hamingja þessa heims

Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar krummi leiddi Flóka Vilgerðarsonar upp ströndum eyjunnar í norðri. Í bréfi frá 19. öld er hann sagður vera "Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Krummi hefur iðulega verið tengdur mykravöldum og göldrum, en hann á sér líka marga vini og það borgar sig hafa hann með sér í liði. Í nýútkominni bók sem ber titilinn Hrafninn- þjóðin- sagan- þjóðtrúin skoðar Sigurður Ægisson, prestur á Siglufirði, krumma frá mörgum hliðum. Sigurður er gestur Víðsjár í dag

Ana Mendieta og Carl André voru eitt heitasta par New York listasenunnar við upphaf áttunda áratugarins. Hún kúbanskur innflytjandi sem gerði framsækna gjörningalist, hann heimsfrægur skúlptúristi. Þau giftu sig 1984 og aðeins nokkrum mánuðum síðar hringdi André á neyðarlínuna frá heimili þeirra. Hann sagði þau hjónin hafa rifist og konan hans hefði farið út um gluggann. Hlaðvarpið Death of an artist, eftir listfræðinginn og sýningarstjórann Helen Moleswort, fjallar um þennan atburð, afleiðingar dauða Mendieta á bandarísku listasenuna og allar þær spurningar sem dauði hennar vakti þá, og hvernig þær spurningar hafa mögulega breyst eftir Metoo.

En við hefjum þáttinn á rýni í eina af bókum jólabókaflóðsins; Hamingju þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.

Frumflutt

19. des. 2022

Aðgengilegt til

20. des. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.