• 00:02:13Finnur Dellsen, aðgengi að vísindum
  • 00:02:16Svipmynd: Ingibjörg Björnsdóttir, dansari

Víðsjá

Svipmynd af Ingibjörgu Björnsdóttur og fyrirlestur Sigurðar Nordal

Líkt og verið hefur síðustu miðvikudaga fær svipmynd af listamanni gott pláss í síðari hluta þáttar. Gestur okkar í dag er Ingibjörg Björnsdóttir, dansari, sem valdi með sér nokkur lög og segir okkur örlítið af viðburðaríkum listamannsferli sínum. Ingibjörg hlaut Fálkaorðuna fyrir brautryðjendastarf á sviði íslenskrar danslistar árið 2012 enda stórum hluta þakka ástríðu hennar og eljusemi framgang danslistar hér á landi. Ingibjörg Björnsdóttir hóf ung árum störf sem dansari við Þjóðleikhús Íslands, þar sem hún steig spor í fjölmörgum leikritum, óperum og söngleikjum. Hún stóð, ásamt fleirum, stofnun Íslenska Dansflokksins árið 1973 og dansaði með flokknum, þó hún væri ekki formlegur meðlimur. Ingibjörg hefur einnig samið fjölda dansa og dansverka, meðal annars fyrir Íslenska Dansflokkinn, leikhús og óperusýningar. Hún kenndi um árabil við Ballettskóla Sigríðar Ármann og varð fyrsti skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins, sem í dag heitir Listdansskóli Íslands. Því starfi gengdi hún í tvo áratugi. Ingibjörg hefur verið virk í félagsmálum listdansara og hún er enn dansa, því hún er meðal dansara í verðlaunasýningunni Ball.

Í dag, Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, gengst stofnun árna magnussonar fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Fyrirlesari þessu sinni er Finnur Ulf Dellsén, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og gistiprófessor við Høgskolen i Innlandet í Noregi. Rannsóknir Finns hafa mestu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Árið 2019 hlaut Finnur bæði hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs og Nils Klim-verðlaunin sem veitt eru ungum norrænum fræðimanni fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði hugvísinda, félagsvísinda, lögfræði og guðfræði.

Fyrirlestur FInns í dag kallast: Fyrir hverja eru fræðin?

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

14. sept. 2022

Aðgengilegt til

15. sept. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.