• 00:03:04Guðspjall Maríu
  • 00:20:17Langborðið: Björg Árnadóttir
  • 00:34:41Menningarverðmæti á stríðstímum

Víðsjá

Guðspjall Maríu, Langborðið, menningarverðmæti á stríðstímum

Raddir hverra heyrast ekki í íslensku listalífi? Hver okkar eru ekki meðal áhorfenda? Verk hverra sjáum við ekki og hver sjáum við ekki standa á stóru sviðunum? Hvernig geta lista- og menningarstofnanir spornað gegn mismunun í listum? Þetta eru spurningar sem velt verður upp á Langborðinu, viðburði sem fer fram í Iðnó í hádeginu á morgun, sem hluti af klúbbi Listahátíðar. Langborðið er lokaviðburður verkefnis sem hefur verið í gangi frá því í vetur, sem miðar því virkja samfélagslistir og gera menningu og listir aðgengilega fyrir öll. Björg Árnadóttir hjá Reykjavíkurakedemíunni hefur stýrt verkefninu og segir okkur betur frá því hér á eftir.

66 fyrir trúarathafnir, 12 söfn, 28 sögulegar byggingar, 18 byggingar sem hýsa menningartengda starfsemi, 7 bókasöfn og 15 styttur eða minnisvarða. Allt er þetta á lista UNESCO yfir fyrirbæri sem hafa eyðilagst í sprengjuárásum Rússa. Menningarverðmæti eru eins og margt annar afar berskjölduð í stríði. Á fyrstu vikum stríðsins í Úkraínu tóku söfn hreinsa út allar verðmætustu eignirnar, pakka þeim saman og koma í var. Þetta hefur verið gert í gegnum söguna, líklega í öllum samtímastríðum. Fólk hefur jafnvel hætt lífi sínu við það bjarga listaverkum frá vígvellinum. Við fjöllum um menningarverðmæti á stríðstímum með Atla Viðari Thorstenssen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins.

Í kvöld verður nýtt íslenskt verk flutt í Fredriksberg kirkju í Kaupmannahöfn, Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson. Verkið var frumflutt á annan í hvítasunnu, þann 6.júní síðastliðinn, í Hallgrímskirkju og var flutningur hljóðritaður af Ríkisútvarpinu. hljóðritun verður flutt næstkomandi sunnudag, 19.júní, hér á Rás1. Guðni Tómasson hitti Huga fyrir tónleikana og ræddi við hann um þetta verk, og við heyrum það spjall hér á eftir.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

14. júní 2022

Aðgengilegt til

15. júní 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.