Víðsjá

Sælir eru einfaldir, Lýðræði í mótun, Welcome 2 America

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Hrafnkel Lárusson um nýja doktorsritgerð hans í sagnfræði, Lýðræði í mótun. Félagastarf, fjölmiðlun og þátttaka almennings 1874-1915. Rannsókn sína varði Hrafnkell við Háskóla Íslands á mánudag. Í Víðsjá í dag verður einnig rifjuð upp gefnu tilefni skáldsaga sem kom út fyrir um það bil 100 árum. Þetta er skáldsagan Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson, sem kom út á dönsku síðla árs 1920, og fjallar um sjö daga í lífi nokkurra vina, á tímum drepsóttar, spænsku veikinnar í Reykjavík, og Kötlugoss, hvorki meira minna. Þetta var þriðja og síðasta skáldsagan í röð svokallaðra kreppusagna sem Gunnar skrifaði á öðrum áratug síðustu aldar, þar sem hann glímdi við tilvistarlegar spurningar í skugga fyrri heimstyrjaldarinnar. Bókin varð mjög vinsæl og hefur staðist tímans tönn, hún var þýdd mjög fljótlega á þýsku, og síðan á ensku, norrænt meistaraverk, sögðu gagnrýnendur meðal annars. Í Víðsjá í dag verður fjallað um skáldsöguna Sælir eru einfaldir, og rætt við Jón Yngva Jóhannsson bókmenntafræðing og ævisagnaritara Gunnars Gunnarssonar. Og á dögunum var frá því greint í júlí kæmi út áður óútgefin hljómplata með bandaríska tónlistarmanninum Prince, sem andaðist í apríl árið 2016, aðeins 57 ára aldri. Platan nefnist Welcome 2 America, og var tekin upp vorlagi árið 2010. Við segjum frá plötunni í þætti dagsins.

Birt

14. apríl 2021

Aðgengilegt til

14. apríl 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.