• 00:02:02Kári Stefánsson og bóklesstur
  • 00:21:28Arnljótur Sigurðsson og Heyrandi nær
  • 00:36:59Fort Belvoir og safn af myndlist nasismans

Víðsjá

Fort Belvoir, Meridian Brothers, Kári

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað herstöðinni Fort Belvoir í Virginíuríki Bandaríkjanna. Þar eru margar stofnanir bandríska landhersins til húsa en þar er líka finna umdeilt safn listaverka sem á uppruna sinn í Evrópu um miðja 20. öld. Arnljótur Sigurðsson fjallar í tónlistarhorninu Heyrandi nær um hina furðulegu kólumbísku hljómsveit Meridian Brothers og stiklar á stóru í sögu kúmbíunnar, tónlistarstefnu sem sennilega hefur aldrei verið vinsælli en í dag, með nýjum kynslóðum sem hafa tekið hana upp á arma sína og víkka út og þenja. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um bókmenntaáhuga hans.

Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Birt

11. jan. 2021

Aðgengilegt til

11. jan. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.