Víðsjá

Bókabúðir, Katrín Inga, Stóri skjálfti, bókaútgáfa

Í Víðsjá er meðal annars rætt við Sverri Norland rithöfund sem um helgina birti pistil um endalok bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg og velti fyrir sér hvernig megi mögulega blása nýju lífi í bókaverslanir í bókmenntaborginni Reykjavík. Rætt verður við Sverri um framtíð bókabúða og bókabúðir sem menningarstofnanir í þættinum í dag. Myndhöggvarafélag Reykjavíkur verður heimsótt þar sem Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir er með vinnustofu. Katrín segir frá sýningu sem stendur yfir í nýju íslensku galleríi í Berlin, Gallerí Guðmundsdóttir, en mun auk þess flytja gjörning við eldstæði í þættinum. Og bók vikunnar á Rás 1 þessu sinni er skáldsagan Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Bókin kom út árið 2015, hlaut góðar viðtökur, og var meðal annars tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hlustendur Víðsjár heyra í Auði í þættinum í dag.

Birt

20. okt. 2020

Aðgengilegt til

20. okt. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.