• 00:01:51Þetta rauða, það er ástin: Rýni
  • 00:09:49Urðarflétta e. Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur
  • 00:28:41Friedrich Theodor Fröhlich

Víðsjá

Urðarflétta, Þetta rauða, það er ástin, gleymd tónlist í Sviss

Ragn­heiður Harpa Leifs­dótt­ir, rithöfundur og sviðslistakona gaf nýverið ljóðabókina Urðarfléttu. Í Urðarfléttu er finna prósaljóð sem fjalla um náttúruna í öllu sínu veldi, náttúruna innra og ytra. Í ljóðunum lesum við meðal annars um uglur og ungbörn, sár og stjörnur, rætur, mold og mæður. Ástina og óttann sem geta kannski ekki án hvors annars verið. Meira af því í þætti dagsins.

Svisslendingar áttu í byrjun nítjándu aldar merkilegt tónskáld, sem þeir hirtu lítið um, Friedrich Theodor Fröhlich. Hann fyrirfór sér árið 1836, vonlaus um sínar framtíðarhorfur og féll mestu í gleymsku. Fyrir átta árum flutti eðlisfræðingurinn og píanóleikarinn Jóhannes Vigfússon ásamt konu sinn, Barböru, til Brugg, fæðingarbæjar tónskáldsins og fóru hjónin grafast fyrir um verk hans. Þau ráku upp stór augu, þegar kom í ljós eftir hann lágu yfir 700 handrit af tónverkum - nær allt óþekkt, óútgefið og óflutt. Við tók ævintýraleg saga sem Jóhannes segir okkur nánar frá í þætti dagsins.

En við hefjum þáttinn á rýni Sölva Halldórssonar í skáldsöguna Þetta rauða, það er ástin, eftir Rögnu Sigurðardóttur.

Frumflutt

12. des. 2022

Aðgengilegt til

13. des. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.