Víðsjá

Rómeo og Júlía, Kanarí, bókmenntaverðlaun og Dauðinn er barningur

Í Víðsjá dagsins verður rætt við Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur, höfunda og listræna stjórnendur uppsetningar Íslenska dansflokksins á Rómeó og Júlíu. Sýningin var fyrst sett upp í Þýskalandi 2018 þar sem hún var meðal annars tilnefnd til hinna virtu Faust verðlauna. Næstsíðasta sýningin hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld, og þangað héldum við í morgun.

Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, segir hlustendum skoðun sína á sketsasýningunni Kanarí sem er til sýninga í kjallara Þjóðleikhússins.

Og stendur yfir bókmenntaverðlaunatímabil mikið, nóbelsverðlaunin í bókmenntum verða til mynda afhent á morgun og búið er birta stutta listann fyrir Booker verðlaunin. Kristján B. Jónasson bókaútgefandi verður tekinn tali um þýsku bókmenntaverðlaunin sem afhent verða um miðjan nóvember í tengslum við bókamessuna í Frankfurt en Kristján hefur legið í bókunum sem tilnefndar eru undanfarna daga og vikur.

endingu segir Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir Víðsjár, skoðun sína á skáldsögunni Dauðinn er barningur eftir sýrlenska höfundinn Khaled Khalifa en bókaútgáfan Angústúra gaf bókina nýverið út í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Birt

6. okt. 2021

Aðgengilegt til

7. okt. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.