Víðsjá

Tunglleysa, Hlið við hlið. Eilif Shafak og Ásta Sigurðardóttir

Í þætti dagsins fáum við tónlistarmenn í heimsókn. Pan Thorarensen og Þorkell Atlason gáfu á dögunum út plötuna Tunglleysa en hún er tilraunakennt sveimverk sem þeir hafa unnið með góðum gestum á borð við Katrínu Mogensen, Claudio Puntin og Mari Kalkun.

Sagt verður frá tyrkneska rithöfundinum Eilif Shafak en hún fékk um helgina bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness sem afhent voru í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hlustendur heyra brot úr viðtali við Shafak sem Jórunn Sigurðardóttir tók við hana við það tilefni.

Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar um söngleikinn Hlið við hlið sem sýndur er um þessar undir í Gamla bíói.

Og loks verður Friðrika Benónýsdóttir tekin tali en á dögunum var endurútgefin ævisaga Friðriku um Ástu Sigurðardóttur rithöfund og myndlistarkonu, en hún kom út árið 1992 og heitir Minn hlátur er sorg.

Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson

Birt

13. sept. 2021

Aðgengilegt til

13. sept. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.