Víðsjá

Draumkafanir, Bibliotec Nordica, Dagbókin og Sons of Kemet

Víðsjá 8. júní 2021

Í Víðsjá dagsins verður fjallað um bókina Uppskriftabók fyrir Draumkafanir eftir Stefaníu Pálsdóttir, rithöfund. Bókinni, sem kom út í síðustu viku, er ætlað kenna lesendum aðferðir til þess vakna eða verða meðvitaðir í draumi. Rætt verður við Stefaníu Pálsdóttir um Draumkafanir í Víðsjá dagsins. Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, segir frá upplifun sinni af lestri sögulegu novellunnar Dagbókin eftir Önnu Stínu Gunnarsdóttur. Hlustendur heyra einnig af bókverkasafninu Bibliotec Nordica sem er til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni og rætt verður við tvær af meðlimum bókverkakvennahópsins Arkanna, þær Svanborgu Matthíasdóttur og Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur, um þáttöku í því verkefni. Víðsjá býður einnig upp á tónlist af nýútkomnu plötunni Black to the Future með bresku hljómsveitinni Sons of Kemet en þar er tónlistarstíllinn fjörleg en pólitísk samsuða jazz tónlistar, kalipsó og rapps.

Umsjón: Guðni Tómasson og Tóma Ævar Ólafsson.

Birt

8. júní 2021

Aðgengilegt til

8. júní 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.