• 00:02:14Sirkus sýning um veðrið
  • 00:18:24Snæbjörn Brynjarsson um Veislu
  • 00:25:25Sirra með sýningu í Ásmundarsafni

Víðsjá

Sirra, Hringleikur, Merki, Veisla

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fræðst um sirkuslistahópinn Hringleik sem vinnur því byggja upp og styrkja sirkusmenningu á Íslandi með uppsetningu fjölbreyttra sirkussýninga, námskeiðshaldi og sirkusiðkun fyrir sirkusfólk. Hópurinn frumsýndi í Tjarnarbíói fyrir helgina nýsirkussýninguna Allra veðra von en sýningin er unnin í samstarfi við leikhópinn Miðnætti sem sér um leikstjórn, tónlist, búninga og leikmynd. Karna Sigurðardóttir og Eyrún Ævarsdóttir segja frá sýningunni og starfsemi Hringleiks í Víðsjá í dag. Ásmundarsafn í Laugardalnum verður heimsótt og þar rætt við myndlistarkonuna Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur en á nýrri sýningu sem heitir Ef lýsa ætti myrkri á hún í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar og bygginguna sjálfa. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um splúnkunýja íslenska skáldsögu, Merki, eftir Sólveigu Johnsen. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um leikritið Veislu sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir helgi.

Birt

18. maí 2021

Aðgengilegt til

18. maí 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.