Víðsjá

Japan, Helena, brúðuleikhús, Armstrong

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað árlegri Japanshátíð sem Háskóli Íslands stendur í samstarfi við Sendiráð Japans í Reykjavík, Íslensk-japanska félagið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Allir viðburðir fara þessu sinni fram á netinu og eiga sameiginlegt hafa japanskt mál og menningu sem viðgangsefni, en sjónarhornin eru fjölbreytt. Þátttakendur þannig kynnast m.a. matargerð, bókmenntum, þjóðtrú, trúarbrögðum, manga-teikningum og tungumálinu sjálfu. Flestir viðburðanna bjóða upp á gagnvirka þátttöku á Zoom, en þeim verður einnig streymt á Facebook. Rætt verður við Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands. Litið verður við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu og rætt við Helenu Margréti Jónsdóttur um sýninguna Draugur upp úr öðrum draug. Á bakvið hverja karlhetju er oftast nær finna styttu og stoð, jafnan öfluga eiginkonu sem á drjúgan þátt í velgengni maka síns og hvetur til dáða. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær ætlar Arnljótur Sigurðsson rýna í Ungfrú Lillian Hardin Armstrong og hennar lykilhlutverk í umbreytingu djasstónlistar fyrir 100 árum síðan. Og Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um brúðusýninguna Geim mér ei sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir.

Birt

1. feb. 2021

Aðgengilegt til

1. feb. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.