Víðsjá

Georg Guðni, Norén, framtíðin, Egils saga

Í Víðsjá í dag verður Listasafn Íslands heimsótt og þar rætt við Einar Garibalda Eiríksson sem er sýningarstjóri sýningarinnar Berangur sem opnuð verður um helgina en þar gefur líta verk frá síðasta tímabili í höfundarverki myndlistarmannsins Georgs Guðna Haukssonar. Sænski rithöfundurinn Lars Norén andaðist á þriðjudag, 76 ára aldri. Norén þekktastur fyrir leikrit sín en hann skrifaði einnig skáldsögur og ljóð og var eitt merkasta leikskáld Norðurlanda. Víðsjá minnist Noréns í dag, rætt verður við þá Viðar Eggertsson, leikara og leikstjóra, og Bjarna Jónsson, leikskáld. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur heldur áfram velta fyrir sér árinu 2021 í Víðsjá á fimmtudegi, fjalla um stefnur, strauma og hneigðir. Í dag talar Kristrún um framtíðina og frjáls skrif kvenna. Og Víðsjá heldur áfram fylgjast með Egils sögu, sem er kvöldsaga Rásar eitt þessar vikurnar. Í dag verður rætt við Torfa Tulinius og Egils sögu sem skáldsögu.

Birt

28. jan. 2021

Aðgengilegt til

28. jan. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.