Víðsjá

Hamlet, Kalman, Faulkner

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Þórarinn Eldjárn sem gert hefur nýja þýðingu á einu þekktasta verki gjörvallra heimsbókmenntanna, leikritinu Hamlet eftir William Shakespeare. Einnig verður rætt við Hallgrím Helgason rithöfund í þættinum um þetta fræga verk. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntagagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um skáldsöguna Fjarvera þín er myrkur eftir Jón Kalman Stefánsson. Og bók vikunnar á Rás 1 þessu sinni er skáldsagan Sem ég fyrir dauðanum eftir bandaríska rithöfundinn William Faulkner. Bókin kom fyrst út árið 1930 og er eitt af þekktari verkum Faulkners. Árið 2013 kom bókin út í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, hlustendur heyra í Rúnari í Víðsjá í dag.

Birt

8. des. 2020

Aðgengilegt til

8. des. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.