Síðdegisútvarpið

17.mars

Þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur hefur ríkisstjórn Frakklands ekki gefið upp á bátinn áform um breytingar á kerfinu, en til stendur hækka eftirlaunaaldur úr 62 í 64 ár.

Hækkun eftirlaunaaldurs hefur verið meðal helstu stefnumála Emmanuels Macrons Frakklandsforseta allt frá því hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2017. Við ætlum slá á þráðinn til Parísar en þar býr Kristín Jónsdóttir eða Parísardaman eins og hún er oftast kölluð og heyra það nýjasta í stöðunni.

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur undanfarið verið við tökur í Róm, Ítalíu. Þar hefur Jóhannes verið leika sjálfann leikstjórann, leikarann og framleiðandann Orson Welles sem er án efa einn af virtari einstaklingum kvikmyndasögunnar. Vissulega eru leikhæfileikar Jóhannesar miklir en ekki skemmir það fyrir hann og Orson Welles eru sláandi líkir. Jóhannes segir okkur nánar frá þessu ævintýri á eftir.

Svo virðist vera sem svo hljómsveitin Jeff Who? eins og almennilegt eldgos, því hún kemur saman á nokkura ára fresti og allt verður vitlaust. Síðast komust töluvert færri fyrir í húsinu en vildu, þau og hinir annað tækifæri. Því Jeff Who? ætlar koma saman og leifa aðdáendum njóta um helgina og það í Iðnó. Söngvrinn Bjarni Lárus Hall kemur til okkar á eftir.

Við ætlum heyra í Helgu Margréti Höskuldsdóttur sjónvarsp - og útvarpskonu en hún er stödd í Reykjanesbæ þar sem úrslit Gettu Betur fara fram milli liða Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Við ætlum góð ráð varðandi andlega heilsuna okkar og heyra um nokkrar aðferðir sem geta nýst okkur í þeirri vinnu - hingað kemur Helgu Arnardóttur, félags- og heilsusálfræðingur.

Icelanda­ir hef­ur hafið flokk­un á sorpi um borð í flug­vél­um sín­um í milli­landa­flugi. Fé­lagið hef­ur, í sam­starfi við yf­ir­völd og stofn­an­ir á Íslandi, um ára­bil hvatt til þess reglu­gerðum verði breytt og er komið því. Heiða Njóla Guðbrandsdóttir aðstoðarfram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Icelanda­ir kemur til okkar.

Frumflutt

17. mars 2023

Aðgengilegt til

16. mars 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.