Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við ætlum að heyra í Jóhannesi Svavari Rúnarssyni framkvæmdastjóra Strætó hér á eftir og spyrja út í við hverju viðskiptavinir Strætó megi búast næstu daga á meðan að verkfall félagsmanna Eflingar stendur yfir.
Við ætlum að líta út í heim með Hallgrími Indriðasyni fréttamanni og spyrjum hver eru helstu tíðindi í erlendum fréttum ?
Við höfum stundum fjallað um meindýr hér í þættinum, mýs, rottur, lúsmý (ef hægt er að tala um meindýr þar) en nú er komið að kakkalökkum. Þættinum barst til eyrna að kakkalakkar hefðu fundist í fjölbýlishúsi hér í borginni og þá liggur beinast við að spyrja okkar mann Guðmund Óla að því hvað sé í gangi og hvort algengt sé að kakkalakkar finnist hér á landi og hvort von sé á því að kakkalakki úr nærliggjandi íbúðum banki upp á heima hjá manni sjálfum.
Akureyrarbær stendur fyrir verkefninu ?Virk efri ár?, sem ætlað er að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins. Haldin var kynning á verkefninu í Hofi á dögunum og mættu þangað um 220 manns til að hlýða á. Okkur langar að vita allt um þetta verkefni og við hringjum því norður og heyrum í Héðni Svarfdal verkefnastjóra lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ og umsjónarmanni Virkra efri ára.
Hrefna Rósa Sætran er ekki bara frábær kokkur heldur gerði hún sér lítið fyrir um helgina og lyfti 270 kg. á sínu fyrsta kraftlyftingamóti og sigraði þar með. Hrefna er í þessum töluðu orðum við æfingar og við ætlum að slá á þráðinn til hennar á sjötta tímanum og spyrja aðeins út áhuga hennar á kraftlyftingaíþrótttinni.
Í dag hefst fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða: Út að borða fyrir börnin. Átakið fer nú fram í tólfta sinn og stendur yfir í einn mánuð frá 15.febrúar til 15.mars. En hvernig fer þetta átak fram og hvaða verkefni Barnaheilla munu hljóta góðs af átakinu ? Ellen Calmon framkvæmdarstýra Barnaheilla segir okkur betur frá hér á eftir.
Eflingarfélagar sem sinna vöruflutningaakstri Samskipa, olíudreifingu Skeljungs og Olíudreifingar og þrifum á Berjaya Hotels og Edition eru í ótímabundnu verkfalli frá og með hádegi. Verkföllin bætast við verkföll félagsins á hótelum sem hófust 7. febrúar. Nú eru þetta um 570 manns, það er, um 500 á hótelum og um 70 í vöru- og olíuflutningi sem leggja niður vinnu. Þegar eru um 300 Eflingarfélagar á Íslandshótelum í verkfalli. Allar undanþágubeiðnir sem bárust Eflingu vegna almannaöryggis voru samþykktar á fundi undanþágunefndar í gærkvöld. Fjölbreyttar undanþágubeiðnir Skeljungs hafa verið samþykktar en þó er beðið eftir svari varðandi einhverjar beiðnir ennþá. Á línunni hjá okkur er
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.