Síðdegisútvarpið

16.september

Reiknað er með vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Ekki stóð til hafa rennibraut í sundlauginni en íbúar á svæðinu fóru fram á það við borgaryfirvöld og unnu sigur í málinu. Björn Ingi Björnsson í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals verður á línunni.

Sigrún Steinarsdóttir heldur úti mataraðstoð á Akureyri í sjálfboðavinnu. Sjaldan hefur ástandið verið verra hennar sögn en hún segir fjölda fólks þurfa matargjafir og fjárhagsaðstoð um þessar mundir. Beiðnir um aðstoð hafi borist frá fjölda staða á landinu, vandinn því ekki einskorðaður við Akureyri og nágrenni.

Eftir Karl Bretaprins varð Karl konungur hefur internetið hæðst viðstöðulaust honum. Hvort sem það eru vandræði hans með penna eða þrútnir fingur hans. En hvernig á honum takast vinna hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eins og móðir hans? Grétar Theódórsson almannatengill leggur Karli línurnar.

Rapparinn Emmsjé Gauti er alltaf með mörg járn í eldinum. Hann er auðvitað alltaf gefa út tónlist en skipuleggur líka jólatónleika ásamt því vera með puttana í hinu og þessu. Gauti kemur til okkar í föstudagsspjallið og segir okkur hvað er frétta.

Íslenska stefnumótaappið Smitten lauk 1,4 milljarða króna fjármögnun á dögunum. Smitten nýtur mikilla vinsælda á Íslandi og víðar og til okkar eru komnar Unnur Aldís Kristinsdóttir markaðsstjóri og Gabríela Jóna Ólafsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra til ræða þessi tíðindi og segja okkur betur frá heimi stefnumótaappanna.

Míu verðlaunin voru afhent í gær við hátíðlega athöfn. þessu sinni var það Tryggvi Helgason barnalæknir sem hlaut verðlauninn. En hvað þarf maður gera til þess hljóta þessi verðlaun, Þórunn Eva G. Pálsdóttir stofnandi Mia Magic sem er góðgerðarfélag sem stendur á bakvið Miu verðlaunin ætlar koma til okkar á eftir og fræða okkur um félagið, verðlaunin og verðlaunahafann.

Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Fannar Bjarkason og Guðrún Dís Emilsdóttir

Frumflutt

16. sept. 2022

Aðgengilegt til

16. sept. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.