Síðdegisútvarpið

4.ágúst

Í haustbyrjun fara foreldrar velta fyrir sér plássi á leikskólum, hver er staðan og ætli barnið mitt komist að? Við heyrum í Kristínu Tómasdóttur, móður 17 mánaða stúlku sem hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um vera ekki með dagvistun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir foreldranna við koma barninu að.

Hinsegin dagar eru í fullum gangi um landið allt, vegleg dagskrá í gangi víða - sem nær hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. Við fáum til okkar Bjarndísi Helgu Tómasdóttur varaformann Samtakanna 78 og ritstjóra Hinsegin blaðsins í ár. Þessu tengdu fáum við til okkar Sigurð Þorra Gunnarsson fjölmiðlamann hér á RÚV og segir okkur frá glænýjum sjónvarpsþætti sem verður í loftinu á laugardagskvöld - einmitt hluti af hátíðardagskrá Hinsegin daga. Fegurð í frelsi. Frumflutningur á glænýju lagi ... meira um það á eftir.

Talandi um lög og nýja sjónvarpsþætti... það er einn glænýr raunveruleikaþáttur í vinnslu og á leið í loftið á Stöð 2. LXS, þar fylgjumst við með lífum nokkurra samfélagsmiðlastjarna og vinkvenna. Magnea Björg er í LXS hópnum og segjir okkur frá verkefninu.

En byrjum á þessu. Haraldur Logi Hringsson lögreglufulltrúi hjá lögregluembættinu á Norðurlandi Eystra er staddur í Úkraínu þar sem hann sinnir öryggismálum í stöðu Security Delegate í tengslum við starfsemi Rauða krossins.

Frumflutt

4. ágúst 2022

Aðgengilegt til

4. ágúst 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.