Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Neytendasamtökin hleyptu nýlega af stokkunum átaki til að vekja fólk til vitundar um þessa gagnasöfnun og fræða almenning um hvernig við getum öll reynt að verja persónuupplýsingar okkar betur. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, tók í gær þátt í hádegisfundi Ský og lýsti þar hvernig njósnahagkerfið virðist vaxa ár frá ári svo að jafnvel venjuleg heimilistæki eru farin að stunda gagnasöfnun Breki kemur til okkar á eftir.
Það eru sveitastjórnarkosningar á laugardaginn og nú fer hver að verða síðastur að ákveða sig hvað hann ætlar að kjósa. Það þarf líka að finna út hvar maður á að kjósa og hvernig maður ber sig að. Sigríður Kristinsdóttir er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hún kemur til okkar í þáttinn.
Glaðari stelpur sem er hópur sjósundskvenna er nýkominn frá Færeyjum en þar tóku þær sundsprett við Leynisand. Færeyskur sjósundskappi kona sem er rúmlega níræð synti með hópnum og við fáum að heyra af þessu ævintýri. Þær koma hingað Margrét Leifsdóttir og Guðrún Tinna Torlasíus og segja frá.
HinUng er hópur fyrir hinsegin fólk á aldrinum 18 ? 25 ára. Markmið hópsins er að brúa bilið milli Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar sem er fyrir frákka frá 13-17 ára og Q félagsins sem er félag hinsegin stúdenta. Þórhildur Elínardóttir og Magnúsardóttir kemur til okkar og segir frá viðburði sem fer fram um helgina á vegum HinUng.
Hringaná auglýsir eftir handritum í samkeppni um bestu erótísku skáldsöguna árið 2024. En hvað þarf slíkt handrit að innibera ? Við heyrum í forsvarsmönnum útgáfunnar Ara Blöndal Eggertssyni eða Ragnari H. Blöndal.
En við byrjum á Þórólfi Guðnasyni sem segir nú er komið gott og hefur sagt upp störfum frá og með 1. september ...
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.