Síðdegisútvarpið

19.apríl

Stóri plokkdagurinn fer fram á sunnudaginn um allt land. Rúmlega sjöþúsund og fjögurhundruð manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og þessi hópur er kominn á fullt í plokka í sínu umhverfi. Flestir sem tilheyra Plokk síðunni plokka nánast allt árið um kring en Plokk á Íslandi skipuleggur Stóra-plokkdaginn einu sinni á ári. Hann er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins, vitundarvakning og hvatning. Tímasetningin hentar vel því þá er vorið komið, snjór horfin úr byggð og plast og pappírs rusl býður eftir því verða bjargað og sent á viðeigandi stofnun. Gunnella Hólmarsdóttir er ötull plokkari og rekur líka instagram svæðið "hreinsum jörðina". Hún hefur verið driffjöður hreinsunarverkefna bæði í Hafnarfirði þar sem hún býr og víðar. Gunnella kemur til okkar.

Hljómsveitin Valdimar hefur reynt halda uppá tíu ára afmæli sitt í tvö ár en hafa þurft grípa til endalausra frestana. En er komið því! Þeir ætla fagna tíu ára afmælinu, og því tólfta væntanlega líka, á laugardaginn. Þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson koma til okkar.

Rauði kross Íslands leitar þessa dagana sjálfboðaliðum til aðstoða þau sem hafa afplánað fangelsisdóma. Við heyrum í Sigríði Ellu Jónsdóttur, verkefnastýru hjá Rauða krossinum, til þess fræða okkur nánar um þetta,

Undanfarnar helgar hafa verið haldin hér á höfuðborgarsvæðinu svokölluð smáhundapartý. Það er Hundaakademían sem stendur fyrir þessu. Við ætlum heyra í Heiðrúnu Klöru Johansen eiganda akademíunnar hér á eftir og forvitnast um þessi partý.

Big Bang tónlistarhátíð fyrir yngri áheyrendur verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi á sumardaginn fyrsta í Hörpu. Tónlistarhátíðin var stofnuð árið 2010 af sex evrópskum samstarfsaðilum og markmið hátíðarinnar er auka aðgengi barna tónlist. Hátíðin mun standa frá 11-17 með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn. Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri kemur og segir okkur frá þessu.

Birt

19. apríl 2022

Aðgengilegt til

19. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.