Síðdegisútvarpið

30.mars

Krabbamein í ristli og endaþarmi er næstalgengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og næstalgengasta dánarorsökin þegar kemur krabbameinum. Árið 2001 mælti landlæknir og þverfaglegur hópur sérfræðinga með því hafin yrði reglubundin skimun fyrir krabbameini í ristli. En hún er ekki hafin. Síðasta sumar var Heilsugæslunni falið verkefnið og er unnið undirbúningi skimunar hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er hefja þessar skimanir á næsta ári. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdarstjóri krabbameinsfélagins kemur til okkar á eftir og ræðir stöðu krabbameinsskimana almennt.

Margir sjósundsgarparnir eru varir um sig í Nauthólsvík þessa dagana og ekki er það ástæðulausu. Úrkoma og leysingar undanfarið hefur haft þau áhrif reglulega þarf hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn á höfuðborgarsvæðinu. En er eitthvað til í orðrómi sjósundsgarpanna, þeir séu svamlandi í skólpi? Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Veitna leiðir okkur í sannleikann í þessu máli.

Mikið hefur farið fyrir hlutabréfaviðskiptum hér á landi undanfarna daga. Allir virðast telja sig sérfræðanga í þeim viðskiptum en í raun eru það fæstir. En áður en fólk ætlar vaða í sín fyrstu hlutabréfakaup þá er mikilvægt hafa það helsta á hreinu áður en hafist er handa við fjárfestingar á hlutabréfamarkaði. Klukkan hálf 6 í dag fer fram fjarfundur sem ber nafnið Hlutabréf fyrir byrjendur. Maðurinn á bak við fundinn er stórvinur þáttarins, Björn Berg Gunnarsson sem allt veit um peninga. Hann segir okkur betur frá þessu á eftir.

Eftirmál eru nýjir hlaðvarpsþættir i umsjón Þórhildur Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi. Í þáttunum rifja þær upp stór fréttamál, kryfja þau og kafa enn dýpra en gert var á sínum tíma en fyrsti þáturinn er kominn á helstu hlaðvarpsveitur. Þórhildur og Guðrún koma til okkar á eftir.

Í kvöld verða íslensku tónlistarverðlaunin veitt í Silfurbergi í Hörpu. Afhendingin verður einnig í beinni á RÚV. Annar kynnir hátíðarinnar verður á línunni síðar í þættinum það er Guðmundur Felixsson.

Veðurfræðingar landsins þreytast ekki á benda okkur sauðsvörtum almúganum á taka grillin, trambolínin og aðra lausa hluti og stinga þeim inn yfir veturinn. En er vor í lofti og þess vegna spyrjum við Elínu Björk Jónasdóttir hvort það tímabært draga þessa hluti út.

Birt

30. mars 2022

Aðgengilegt til

30. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.