Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Sveinn Rúnar Sigurðsson læknir hefur opnað samverustöð barna og foreldra frá Úkraínu. Þar er að finna sérstakt barnaland og einnig er boðið upp á mat handa þeim sem sækja samverustöðina. Húsnæðið er á jarðhæð Hvítasunnu kirkjunar. Sveinn Rúnar ætlar að fræða okkur um starfsemina í húsinu, stöðuna á flóttafólkinu og hvernig þið hlustendur getið lagt þeim lið.
Ef þú ert karlmaður og hefur greinst með krabbamein eða ert aðstandandi og vilt heyra í jafningjum sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu, þá ættir þú jafnvel að líta við á Kexið annað kvöld. Þar fer fram Kraftmikil strákastund á vegum Krafts og Ljóssins. Róbert Jóhannsson greindist með krabbamein í endaþarmi í nóvember í fyrra, hann kemur til okkar á eftir ásamt Matta Osvald Stefánssyni heilsufræðingi og markþjálfa Ljóssins.
Rómeó og Júlía snýr aftur á svið Borgarleikhúsins í kvöld í boði Íslenska Dansflokksins. Erna Ómarsdóttir fyrirliði hópsins og Einar Hrafn Stefánsson markaðsstjóri dansflokksins kýkja í heimsókn á eftir og segir okkur frá sýningunni, velgengninni og stöðuna á dansinum á Íslandi.
Vegna orkuskipta í samgöngum er talið nauðsynlegt að auka enn meira hlutdeild rafmagnsbifreiða í umferð og í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að frumvarpi þar sem lagt er til að fjölga rafmagnsbifreiðum sem geta notið ívilnunar
Formaður Rafbílasambands Íslands hefur bent á að kvóti fyrir vetnisbíla sé langt í frá fullnýttur og vill að hluti hans sé færður yfir á rafbíla. Tómas Kristjánsson kemur til okkar en hann er formaður Rafbílasambands Íslands.
Í kvöld í Bíó Paradís munu Bill Murray sjálfur ásamt heimsþekkta sellóleikaranum Jan Vogler blanda saman tónlist, bókmenntum og ljóðlist á hvíta tjaldinu. Þessi sýning verður bara einu sinni og á línunni er Ása Baldursdóttir sem veit meira um málið.
Mikinn snjó hefur kyngt niður á landinu í vetur,reyndar mismikið eftir landshlutum. Á meðan fólk á suðvesturhorninu finnst eins og vorið sé næsta komið og snjó farið að leysa er enn sumstaðar allt á kafi annarsstaðar. Í gær snjóaði til að mynda mikið í Bolungarvík þannig að þegar einhverjir íbúanna opnuðu útidyrahurðina blasti við þeim bara snjór upp fyrir hurð! Við byrjum sem sagt fyrir vestan. Á línunni er Finnbogi Bjarnason, byggingarfulltrúi í Bolungarvík.
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.