Síðdegisútvarpið

25.febrúar

Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun fyrir Úkraínu er til tryggja mat, aðgang vatni, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli auk sálræns stuðnings fyrir íbúa landsins.

Björg Kjartansdóttir mætir til okkar og segir okkur frá þessu.

Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur á undanförnum árum stundað rannsóknir á kynbundnu ofbeldi, gerendum og afleiðingum heimilisofbeldis. Nýverið var Drífa ráðin sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands þar sem hún stýrir rannsókn á kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Rannsóknin, sem er kostuð af hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat), er ein stærsta sem gerð hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Úrtakið er gríðarlega stórt og hefst gagnasöfnun á þessu ári.

Drífa kemur til okkar og ræðir við okkur um heimilisofbeldi.

Ein af ástsælustu söngkonum landsins Sigga Beinteins heldur upp þrjú á stórafmæli?í ár. Drottningin sjálf verður sextug í júlí en á þessu ári á hún einnig 40 ára söngafmæli og lagið Nei eða sem hún og Sigrún Eva Ármanssdóttir fóru með fyrir hönd Íslands í Eurovision til Malmö 1992 verður 30 ára. Sigga kíkir í heimsókn á eftir og hressir okkur rækilega við.

Samtökunum ?78 halda Landsþing hinsegin fólks, 4.-5. mars næstkomandi. Daníel E Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtaka 78 kemur til okkar og segir okkur frá dagskrá landsþingsins og ræðir hinsegin málefnin.

Hjónin Sædís Ólöf Þórsdóttir og Gunnar Ingi Hrafnsson sem búsett eru á suðureyri hafa staðið í ströngu við hjálpa vinum sínum fjögurra manna fjölskyldu frá úkraínu til suðureyrar. Úkraínska fjölskyldan er föst svið landamæri póllands vegna herkvaðningar sem sett var á alla karlmenn 16 til 60 ára í Úkraínu. Sædís og Gunnar eru í stöðugu samskiptum við fólkið og þykir hrikalegt til þess hugsa fjölskyldufaðirinn sem er listamaður með mastersgráðu í hönnun þurfi fara berjast alvopnaður á móti rússenska hernum. Sædís Ólöf Þórsdóttir er á línunni.

Frumflutt

25. feb. 2022

Aðgengilegt til

25. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.