Síðdegisútvarpið

24.febrúar

Þorlákur Sindri Björnsson er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Kænugarði (Kyiv), en hann vaknaði eins og aðrir íbúar borgarinnar við sprengjugný snemma í morgun. Við hringdum í Sindra eins og hann er kallaður laust fyrir hádegið til athuga hvernig hann hefði það og hver staðan væri í borginni.

Háskóladagurinn hefur verið gríðarlega stór síðastliðin ár og næstkomandi laugardag ,annað árið í röð, verður dagurinn haldinn stafrænn.

Kristín Ása Einarsdóttir viðburðarstjóri og Oddur Örn Ólafsson háskólanemi koma til okkar og segja okkur frá deginum og ræða við okkur um líf háskólanemans á tímum heimsfaraldurs.

Fyrr í vikunni fór í sýningu þáttaröð á Stöð 2 um heimilisofbeldi. Í þáttunum er skyggnist inn í heim þolenda heimilisofbeldis og rætt við sex ólíka aðila, konur og karla, sem öll hafa mátt þola gróft ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hvað veldur því ofbeldið fær viðgangast árum saman? Hví segja þolendur ekki frá og hvað fer um huga gerenda í þessum málum. Sindri Sindrason umsjónarmaður þáttanna verður á línunni hér á eftir.

Um helgina verða haldnir Hörmungardagar á Hólmavík og nágrenni. Á Hörmungadögum skoða heimamenn og ræða margt hræðilegt, hryllilegt og hörmulegt. Eftir helgina kunna þeir svo betur meta allt hið fallega og skemmtilega í tilverunni. Það verður ýmislegt til ógleði á þessum dögum og Dagrún Ósk Jónsdóttir ætlar segja okkur frá því.

Innrás rússneska hersins í Úkraínu er hafin með því Vladímír Pútín forseti Rússlands fyrirskipaði hernum ráðast inn í Úkraínu. Hann lýsti þessu yfir í sjónvarpsávarpi skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Pútín varaði önnur ríki við því skipta sér af athöfnum rússneska hersins en innrásinni væri ætlað vernda íbúa austurhéraðanna. Öll afskipti hefðu afleiðingar sem enginn hefði kynnst áður í sögunni. Baldur Þórhallsson Stjórnmálafræðiprófessor verður á línunni hjá okkur í þættinum

Íslenskt lambakjöt stendur fyrir Ferskum dögum og var hátíðin sett í gær á Skál á Hlemmi Mathöll. Hún stendur yfir í nokkra daga. Það þykja mikil tíðindi ferskt lambkjöt í boði á þessum árstíma á Íslandi. Kjötið á Ferskum dögum er sérvalið beint úr héraði og unnið í handverksframleiðslunni í Brákarey. Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi og einn eigandi Brákareyjar verður í Sídegisútvarpinu á eftir.

Birt

24. feb. 2022

Aðgengilegt til

24. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.