Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við ætlum að halda áfram með umræðuna um atvinnumál háskólamenntaðara. Það virðist vera erfiðara fyrir fólk sem komið er yfir fimmtugt með háskólamenntun reynslu og þekkingu að fá vinnu. Hvernig er þessu háttað hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í ráðningarmálum? Er það virkilega þannig að þeir sem hafa eldri kennitölur detti sjálfkrafa neðar á listann þegar kemur að því að velja á milli fólks í ráðningum? Thelma Kristín Kvaran er sérfræðingur í ráðningum og stjórendaráðgjafi hjá Intellecta sem sér um ráðgjöf, ráðningar og rannsóknir hún fræðir okkur um þessi mál í dag.
Fleiri en tvö þúsund hafa greinst með kórónuveiruna sl. tvo daga og samkvæmt nýjustu fréttum þurfa sumir að bíða í þrjá sólahringa eftir niðurstöðu PCR prófs. Hver er staðan hjá sýkla - og veirufræðideild Landspítalans ? Guðrún Svanborg Hauksdóttir er yfirlæknir þar hún segir okkur það nýjasta þaðan.
Og svo eru það blessaðar kisurnar , við heyrðum af því að reykvískir kettir hafi verið að finnast fyrir austan fjall og hvernig skyldi standa á þvi ? Guðný Tómasdóttir er meðlimur Villikatta á Suðurlandi hún verður á línunni í seinni hluta þáttarins.
Hagsmunafélagið Fyrstu fimm og Jógasetrið standa fyrir fræðandi kvöldstund sem endar á yoga nidra hugleiðslu. Markmiðið er að gefa verðandi feðrum og nýbökuðum feðrum (barna innan við 6 mánaða) tæki og tól til að takast á við hið mikilvæga föðurhlutverk. Í lok fræðslukvöldsins verður Yoga Nidra hugleiðsla. Gunnar Már Hauksson og Árni Kristjánsson koma til okkar á eftir.
Við förum líka yfir það allra helsta á Olympíuleikunum í Peking - Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttakona kemur til okkar.
Í fréttum RÚV var greint frá því í vikunni að á hverju ári finnast lifandi hringormar í fólki og dæmi eru um að þeir geti valdið miklum skaða. Sníkjudýrafræðingur segir að einn slíkur hafi fundist í bleyju barns.
Karl Skírnisson sníkjudýrafræðingur segir að ormarnir komi að öllu jöfnu úr þorskfiskum, síld eða uppsjávarfiskum.
?Sem við étum hráa eða lifandi. Þessir hringormar geta lifað um ákveðna hríð í mannskepnum en þeir átta sig á því fyrr eða siðar að við erum hvorki selir né hvalir sem eru eðlilegir lokahýslar þessara tegunda. Þannig að þeir sleppa takinu, ef þeir eru í meltingarvegi og ganga annaðhvort upp eða niður.?
Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn eins og hann er kallaður, segir að sala á fiski hafi hrunið eftir að fjallað var um málið. Á fésbókarsíðu sinni segir hann að það séu meiri líkur á að lottóvinning, eða geimskip í hausinn en að veikjast eftir að hafa borðað fisk,? segir
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.