Þetta helst

Ofurvenjulega fólkið sem hleypur ofurhlaupin

Það er ekkert rosalega langt síðan maraþonhlauparar voru talin þau allra hörðustu í bransanum. Leggjalöng og mjó, með grjótharðan kvið, tálgaða kjálka og einbeitt augnaráð. Maraþon er 42 kílómetrar, eins og frá Gróttu Grundartanga. En heyrum við ítrekaðar fréttir af venjulegu fólki, ekki langt úti í heimi, sem hleypur dögum og sólarhringum saman upp um fjöll og firnindi, og klárar mörg hundruð kílómetra. Þetta eru ofurhlauparar.

Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurhlaup í Þetta helst og ræðir við Gunnlaug A. Júlíusson, einn stofnanda Félags 100 kílómetra hlaupara á Íslandi, og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, hlaupara og hjartalækni.

Frumflutt

30. maí 2023

Aðgengilegt til

29. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,