Þetta helst

Afskipti Rússa af starfsemi Fréttablaðsins

Fréttablaðið birti í vikunni mynd af rússneskum fána sem var notaður sem dyramotta á úkraínsku heimili. Þetta helst fjallar um viðbrögð rússneska sendiráðsins hér í á þeirri birtingu og atburðarrásina sem þá fór af stað. Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins, Rússar kröfðu ritstjórnina um afsökunarbeiðni og hótað var öllu illu. Árásin var kærð til lögreglu, Blaðamannafélagið fordæmdi afskiptin og ráðherra fjölmiðla sagðist harma árásina, hún væri aðför frelsi fjölmiðla á Íslandi. Stundin setur aðför sendiráðsins í samhengi við fræga dóma sem Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu hér á árum áður vegna nasista. Þessi atburðarrás hófst á miðvikudagsmorgunn og svo virðist sem henni hafi lokið, þannig séð, í gærkvöld. er lögreglan með það á sínum herðum.

Birt

12. ágúst 2022

Aðgengilegt til

12. ágúst 2023
Þetta helst

Þetta helst

Fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.