Þetta helst

Elon Musk og frelsun fuglsins

Fuglinn er frelsaður, skrifaði Elon Musk, ríkasti maður heims, á internetið síðastliðinn föstudag. Fuglinn í þessu samhengi er samfélagsmiðillinn Twitter, frelsaður af Musk sjálfum, en kaup hans á miðlinum fyrir heila 44 milljarða Bandaríkadala gengu loks í gegn. Lógó, eða kennimerki Twitter, er blár tístandi fugl og færslurnar sem fólk skrifar á miðilinn eru alla jafna kölluð tíst, eða Tweet. Musk tísti sumsé hann hefði frelsað fuglinn, tístarann. Hann gerði óskiljanlega hátt kauptilboð í miðilinn í apríl á þessu ári og var það samþykkt af stjórn Twitter. En síðan þá, í apríl, hefur ýmislegt gengið á. Musk hefur reynt hætta við, það hafa komið upp málaferli, uppljóstranir og fleira. Snorri Rafn Hallsson fer yfir helstu vendingar í stóra Twittermálinu og skoðar fyrirætlanir Musks með þetta stóra og merkilega fyrirtæki.

Frumflutt

2. nóv. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,