Þetta helst

Öryggisógnin af kínverskum strætisvögnum

Öryggisógnir eru taldar geta fylgt kínverskum strætisvögnum. Í haust var talsverð umræða um það á hinum Norðurlöndunum og hér á landi kínverskir framleiðendur strætisvagna sem keyptir hafa verið í stórum stíl til þessara landa gætu fjarstýrt vögnunum frá Kína í gegnum tölvukerfi.

Í þessari umræðu var meðal annars rætt um mögulegar njósnir og þjóðaröryggi en áhyggjur af slíkum pólitískum afskiptum kínverska ríkisins á Vesturlöndum í gegnum kínversk ríkisfyrirtæki hafa verið talsverðar.

Umræðan snerist meðal annars um strætisvagna frá kínverska fyrirtækinu Yutong en Strætó á 15 slíka vagna.

Rætt er við Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Strætó, og alþjóðastjórnmálafræðinginn Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur sem er sérfræðingur í málefnum. Kína.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Frumflutt

19. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Þetta helst

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.

Þættir

,