Þetta helst

Umdeildar ófrjósemisaðgerðir I

Fyrsta löglega ófrjósemisaðgerðin á Íslandi var gerð árið 1938, sama ár og lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir voru sett. Lögin voru í gildi í tæp 40 ár og voru skráðar 726 ófrjósemisaðgerðir á tímabilinu, nær allar flokkaðar sem vananir, en fjórar voru afkynjanir á körlum til koma í veg fyrir þeir brjóti af sér kynferðislega. 120 aðgerðir voru gerðar vegna andlegs vanþroska eða geðveiki þess sem lagðist undir hnífinn. 59 einstaklingar voru gerðir ófrjóir án þess veita samþykki sitt fyrir því. Tilefni umfjöllunarefnisins er afhjúpun Danska ríkisútvarpsins á lykkjuhneykslinu á Grænlandi, þar sem þúsundir unglingsstúlkna voru gerðar ófrjóar með lykkjunni, án samþykki þeirra og vitundar. Mörg hafa bent á þó íslensk stjórnvöld hafi sem betur fer ekki beitt viðlíka læknisfræðilegu ofbeldi á þegnum landsins, þá margt í sögu okkar sem ber skoða. Þetta er fyrri þáttur af tveimur í Þetta helst um ófrjósemisaðgerðir og lykkjuhneykslið á Grænlandi.

Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Frumflutt

8. júní 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þættir

,