Þetta helst

Það helsta um Söngva Satans og dauðadóm æðsta klerksins

Þetta helst fjallar um meira en þrjátíu ára gamlan dauðadóm, sem var næstum því uppfylltur fyrir stuttu. Bresk - indverski rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn margítrekað á hol síðastliðinn föstudag, þar sem hann stóð á sviði í New York ríki fyrir framan fullan sal af fólki. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, gekkst þar undir aðgerð og losnaði úr öndunarvél eftir rúman sólahring. Hann lifði árásina sumsé af, en mun öllum líkindum missa annað augað, taugarnar í handlegg hans skárust í sund­ur og lifrin hans skaddaðist sömuleiðis. 24 ára gamall maður var handtekinn fyrir ódæðið, en hann neitar sök. Rushdie er líklega einn af feigustu mönnum heims, minnsta kosti svona opinberlega, en það eru meira en 33 ár síðan það var gefið opinbert skotleyfi á hann, hann lýstur réttdræpur og sett til höfuðs honum. Fyrir skrifa bók.

Frumflutt

15. ágúst 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þættir

,