Þetta helst

Umdeildar ófrjósemisaðgerðir II

Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á minnsta kosti 50 íslenskum konum án þess þær veittu fyrir því samþykki, er fram kom í skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi og hefur verið rifjuð upp núna í tenglsum við ofbeldið sem Danir beittu grænlenskum stúlkum með getnaðarvarnarlykkjunni. Í seinni þætti Þetta helst um umdeildar ófrjósemisaðgerðir verður rætt við sagnfræðinginn Unni Birnu Karlsdóttur, sem vann skýrsluna fyrir Alþingi fyrir tuttugu árum síðan um ófrjósemisaðgerðir sem voru gerðar á Íslandi hér fyrr á tímum. Er eitthvað líkt með aðförum herraþjóðarinnar Dönum gegn ungum stúlkum á Grænlandi og þeim aðferðum sem var beitt hér á landi fram til 1975, varðandi ófrjósemisaðgerðir á fólki sem ekki þótti æskilegt til undaneldis?

Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Frumflutt

10. júní 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,