Þetta helst

Neysluskammtar gerðir refsilausir: Taka fjögur

Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki. Skylda yfirvalda er verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn því. Þetta segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta - frumvarp sem er á kunnuglegri leið í gegn um Alþingi í fjórða sinn. Halldóra segir óhjákvæmilegt löggjafinn taki þetta skref lokum, í ljósi þess núverandi refsistefna alls ekki virka. Vímuefnanotkun er aukast, andlátum vegna of stórra skammta fjölgar ár frá ári. Sunna Valgerðardóttir tekur Halldóru tali í Þetta helst í dag og ræðir úrræðaleysi stjórnvalda og von Halldóru og fleiri þingmanna um frumvarpið verði samþykkt.

Frumflutt

11. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þættir

,