Þetta helst

Áhrifavaldandi kvenhatarinn Tate og bróðir hans

Tveir bandarískir bræður á fertugsaldri voru handteknir í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, á mánudag og leiddir fyrir dómara í gær. Bresk yfirvöld höfðu þá gefið út handtökuskipun sem rúmenska lögreglan fylgdi eftir. Bræðurnir heita Andrew og Tristan Tate og það er fyrri sem hefur hvað helst unnið sér ýmislegt misfallegt til frægðar. Hann verður framseldur til Bretlands þegar málaferlum hans lýkur í Rúmeníu. Sakarefnin: Kynferðisbrot og mansal. Sunna Valgerðardóttir skoðar feril Andrew Tate.

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,