Þetta helst

Er Met gala málið eða úrelt fyrirbæri?

Fjáröflunin Met gala vekur jafnt athygli sem einstakur tískuviðburður en þykir líka hrópandi fáranleiki í miðjum stríðsátökum. Hundruðir mótmælenda og stuðningsmanna Palestínu marseruðu saman safninu til mótmæla samkomunni í ár en mættu brynvörðum lögreglumönnum New York ríkis. Við ræðum um hvers vegna Met gala er svona fyrirferðarmikill viðburður, heyrum af langri sögu hans, tilgangi og öllu umstanginu. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Stefán Svan Aðalheiðarson ræða málið við Þóru Tómasdóttur.

Frumflutt

8. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þættir

,