Ólafur Ingi Jónsson forvörður sá strax að verk sem eignað var Svavari Guðnasyni og selt á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku í fyrra, væri falsað. Hann segir það gert frá grunni af fölsunum úr stóra fölsunarmálinu. Ólafur Ingi rekur sögu falsana á Svavari Guðnasyni og minnist verksins, Din islandske gris, sem felldi stóra fölsunarmálið fyrir Hæstarétti árið 2004.
Frumflutt
30. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.