Þetta helst

Sjúkdómarnir sem breyta heilanum í svamp

Einungis sjö tilfelli hafa verið staðfest á Íslandi af heilahrörnunarsjúkdómnum banvæna sem kenndur er við þýsku taugalæknana Hans Creutzfeldt og Alfons Jakob. Nýjasta tilfellið greindist í fyrra, það var kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir fyrstu einkenni komu fram. Þetta er smitsjúkdómur, en samt ekki beint smitandi. Það eru til fleiri afbrigði, eitt lagði breskan landbúnað nærri velli fyrir nokkrum áratugum. Í þætti dagsins ræðir Sunna Valgerðardóttir við Elías Ólafsson, sérfræðing í taugasjúkdómum, um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn, kúariðu og aðra príonsjúkdóma sem leggjast á dýr og menn.

Frumflutt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þættir

,