Þetta helst

Stríðið á Gaza I: Dauði blaðamanna og afbökun upplýsinga

minnsta kosti 63 blaða- og fréttamenn hafa dáið í stríði Ísraelshers og Hamas, á þeim tveimur mánuðum sem það hefur staðið. Aldrei hafa fleiri blaðamenn látið lífið í stríði á jafn skömmum tíma. Og það er stríðsglæpur drepa blaðamenn við störf. 63 dánir er ekki tala miðað við þau rúmlega 17.000 sem hafa látið lífið, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Skortur á réttum upplýsingum, falsfréttir og áróður er það sem eftir verður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttakonu og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda á fréttastofu RÚV, um ástandið á Gaza, markmið ísraelskra stjórnvalda og myrka framtíð Palestínu. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs (Mynd: EPA)

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,