Handboltaæðið: Ísland eins og Argentína norðursins
Íslenska þjóðin er svo stemmd fyrir handboltalandsliðinu að fjölmiðlar hafa verið stútfullir af fréttum af því síðustu vikurnar. Dramatísk fréttamál í heiminum falla í skuggann af liðinu og stórar og smáar fréttir af strákunum okkar fara í hæstu hæðir á leslistum íslenskra fjölmiðla.
Eiga Íslendingar heimsmet meðal þjóðanna í þeirri stemningu og því æði sem grípur um sig í samfélaginu þegar handaboltalandsliðið fer á stórmót?
Egill Helgason fjölmiðlamaður vill meina það á meðan Stefán Pálsson sagnfræðinur telur Ísland hluta af norrænni hefð að þessu leyti. Rætt er við sænska blaðamanninn Anders Svensson um stöðu handboltans í Svíþjóð og Helga Hrafn Guðmundsson sem sér ákveðin líkindi á milli fótboltans í Argentínu og handboltans á Íslanid.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
29. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.