Þetta helst

Baráttan um bitana í Marel

Þessi óvenjulega staða; lágt gengi hlutabréfa í Marel og fjárhagsvandræði forstjórans fráfarandi, Árna Odds Þórðarsonar, fara ekki fram hjá þeim sem eiga peninga og vakta hlutabréfamarkaðinn. Í fjölmiðlum lesa ýmsar útgáfur af því sem hefur gerst bakvið tjöldin. Í Heimildinni er því haldið fram Arion banki hafi gengið erinda Stoða og Samherja, þegar bankinn tók hlutabréf Árna Odds upp í skuldir. Viðskiptamiðillinn Innherji heldur því hins vegar fram persónuleg skuldastaða Árna Odds hafi knúið bankann til þessa neyðarúrræðis. Þóra Tómasdóttir ræðir við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann Rúv, Helga Seljan blaðamann á Heimildinni og Hörð Ægisson ritstjóra Innherja.

Frumflutt

21. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,