Þetta helst

Öllum gengjameðlimum El Salvador stungið í steininn

Fyrir tveimur árum var El Salvador hættulegasta land í heimi með hæstu morðtíðni veraldar. Síðan hefur morðtíðnin hríðfallið en í staðinn er El Salvador það land í heiminum með hlutfallslega flesta þegna sína í fangelsi. Íslendingurinn Jón Þór Ólafsson var myrtur á hrottafenginn hátt af gengjameðlimum þar í landi árið 2006. Samstarfsmenn hans segja okkur frá andrúmsloftinu í landinu ógninni af gengjunum. Hólmfríður Garðarsdóttir sérfræðingur í rómönsku Ameríku segir frá því upp úr hverju gengjamenningin sprettur.

Frumflutt

21. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,