Þetta helst

Þingmaðurinn sem getur ekki sagt satt

Repúblikaninn George Santos er aftur kominn í fréttirnar. Santos komst á þing eftir síðustu kosningar en fljótlega kom í ljós frásögn hans af sjálfum sér var meira og minna uppspuni frá rótum. Þetta hafa leynilegar upptökur staðfest. Santos var ekki sem hann sagðist vera, hafði ekki unnið þar sem hann sagðist hafa unnið farið í skóla þar sem hann sagðist hafa farið í skóla.

Lögbundin hagsmunaskráning Santos til bandaríska þingsins, sem Santos vottaði og sór væri sönn og rétt, stenst engan vegin skoðun og spjótin standa honum úr öllum áttum. Yfirvöld í New York hafa birt honum ákæru í 13 liðum, demókratar hafa lagt fram vantrauststillögu og forseti þingsins, Repúblikaninn Kevin McCarthy, sem í fyrstu var tregur til bregðast við hefur vísað máli Santos til siðanefndar.

Snorri Rafn Hallsson segir frá lygum George Santos og ræðir við Andrés Jónsson, almannatengil, um þingmannin ótrúlega.

Frumflutt

19. maí 2023

Aðgengilegt til

18. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,