Þetta helst

Kafbáturinn sem hvarf

Kafbáturinn Titan er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað frá því á sunnudaginn. Titan hvarf sporlaust á leið sinni niður flaki Titanic um 700 kílómetra undan ströndum Nýfundnalands í Kanada en þar hefur Titanic legið frá því skipið sökk 15. apríl árið 1912. Stærsta og ríkulegasta skip heims á þeim tíma átti vera ósökkvanlegt, en sigldi á ísjaka og sökk í sinni fyrstu ferð.

Nákvæm staðsetning flaksins var ráðgáta allt til ársins 1985 þegar haffræðingurinn Robert Ballard uppgötvaði það á fjögurra kílómetra dýpi í Norður-Atlantshafi. Síðan þá hafa ótal ferðir verið farnar flakinu í rannsóknarskyni, til endurheimta muni og í ævintýratilgangi eins og sem fór úrskeiðis. Titan fannst nefnilega ekki heill á húfi og eru allir taldir af.

Snorri Rafn Hallsson kafar í málið í þætti dagsins.

Frumflutt

23. júní 2023

Aðgengilegt til

22. júní 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þættir

,