Þetta helst

Er Tupperware-teitið búið?

Tupperware. Þessi einfalda uppfinning umbylti ekki bara því hvernig við geymum matvæli á heimilum okkar heldur hleypti hún af stað heimasölu æði sem varaði í áraraðir. Tupperware er löngu orðið samheiti yfir fjölnota loftþétt plastílát en það sem einu sinni var nýstárlegt og spennandi, byltingarkennt hefur orðið hversdeginum bráð, til á svo gott sem öllum heimilum, aðeins hlutur á meðal hlutanna. Tupperware er heldur ekki lengur eitt um hituna eins og fyrir 77 árum þegar fyrirtækið var stofnað. Tilraunir til aðlagast breyttum tímum hafa ekki borið árangur, hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 90% á einu ári og eru peningarnir á þrotum. Eigi dæmið ganga upp og fyrirtækið halda áfram er þörf á nýjum fjárfestum.

Snorri Rafn Hallsson fjallar um Tupperware í þætti dagsins, ris veldisins og yfirvofandi fall.

Frumflutt

8. maí 2023

Aðgengilegt til

7. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,