Þetta helst

Hvaða þýðingu hafði sigur Úkraínu í Júró?

Síðari undankeppni Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Liverpool í kvöld þar sem hún Diljá okkar slær alveg örugglega í gegn. Ætli hún vinni ekki bara keppnina á laugardaginn eftir hún rústar riðlinum í kvöld? En hvar eigum við halda hana þá á næsta ári? Ætli Bretland gæti líka haldið hana fyrir okkur? Bretar sigruðu nefninlega ekki Eurovision í fyrra, heldur Úkraína. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallaði um sigur þessa stríðshrjáða lands í maí í fyrra og hvaða þýðingu Kalush Orchestra hafði, á þeim tíma, fyrir þessa þjóð sem hefur þurft þola ólýsanlegar þjáningar undir misvökulu auga þjóðarleiðtoga þessa heims. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.

Frumflutt

11. maí 2023

Aðgengilegt til

10. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,