Þetta helst

Sönn útlensk sakamál: Tate, Baldwin og McCann

Tíminn líður og málin þróast. Þannig er það bara. Í þætti dagsins rifjum við upp þrjú erlend sakamál sem hafa verið til umfjöllunar í Þetta helst og tökum stöðuna á þeim í dag. Snorri Rafn Hallsson tekur fyrir 3 mál: kvenhatarann Andrew Tate sem sætir ákæru fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal í Rúmeníu; Hollywoodleikarann Alec Baldwin sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins bana þegar skot hljóp úr byssu við tökur á kvikmyndinni Rust; og Madeleine McCann, en vísbendinga um hvarf hennar var leitað í Portúgal fyrir um mánuði síðan, þýska lögreglan handviss um dæmdur kynferðisbrotamaður beri ábyrgð á hvarfi hennar.

Frumflutt

27. júní 2023

Aðgengilegt til

26. júní 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,