Þetta helst

Íslensk klúður: Hvalveiðar og salan á Íslandsbanka

Við höfum fjallað um margt í Þetta helst síðan þátturinn fór í loftið fyrir rúmu ári. Í næstu þáttum tökum við fyrir nokkur mál sem hafa þróast nokkuð síðan þátturinn um þau var gerður. Við skoðum nýjustu fréttir og setjum þær í samhengi við það sem var. Í þætti dagsins skoðar Sunna Valgerðardóttir tvö alíslensk klúður sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði en þróast hratt síðustu daga: söluna á Íslandsbanka, sem bankinn klúðraði svo hressilega Fjármálaeftirlitið gaf út hæstu sekt sína til þessa, og hvalveiðar, sem matvælaráðherra bannaði með svakalega skömmum fyrirvara. Það fer svo eftir því hvaða ráðherra þú spyrð hvar klúðrið liggur: Hjá hvalveiðimönnum eða Vinstri grænum.

Frumflutt

26. júní 2023

Aðgengilegt til

25. júní 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,