Þetta helst

Vera og dularfull dauðsföll rússneskra auðkýfinga

standa yfir framkvæmdir og endurbætur hjá Þetta helst og á meðan á þeim stendur verða raddir valinna umsjónarmanna þáttarins dregnar fram. Vera Illugadóttir fjallar um dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna. Þátturinn var fluttur fyrst 26. september 2022.

Frá því í byrjun árs 2022 hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis.

Við mætum svo brakandi fersk til leiks innan tíðar, með nýtt og endurbætt Helst, á sama tíma og alltaf: strax loknum hádegisfréttum á Rás 1.

Frumflutt

28. ágúst 2023

Aðgengilegt til

27. ágúst 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,