Þetta helst

Útlensk haturssíða fyrir íslenska dómstóla

Bandarísku samtökin Anti-Defamation League hafa höfðað mál á hendur íslenska nethýsingarfyrirtækinu 1984. Samtökin sem berjast gegn ófrægingu gyðinga vilja lögbann á síðuna The Mapping Project. Þar er finna gagnvirkt kort af Massachussets þar sem búið er merkja við og tengja saman stofnanir og einstaklinga sem aðstandendur síðunnar segja tengjast þjóðernishreinsunum í Palestínu, nýlendustefnu og zíonisma. Anti-Defamation League þar á meðal.

ADL segja vefsíðuna á móti fela í sér hatursorðræðu, samfélagi gyðinga stafi ógn af henni, klerkastjórnin í Íran standi mögulega baki henni. Jonathan Greenblatt, formaður ADL og fyrrverandi aðstoðarmaður Baracks Obama, skrifaði opið bréf til utanríkisráðherra í fyrra þar sem þess var krafist íslensk stjörnvöld beittu sér fyrir lokun síðunnar en allt kom fyrir ekki.

Snorri Rafn Hallsson segir frá þessari deilu sem er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í þætti dagsins.

Frumflutt

22. maí 2023

Aðgengilegt til

21. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,