Þetta helst

Demantaþjófarnir í Dresden

Ómetanlegum verðmætum var stolið úr Grænu hvelfingunni í Dresden í skjóli nætur árið 2019. Þjófarnir voru ósvífnir og vel skipulagðir og var þetta eitt stærsta demantarán sögunnar. Eftir langa leit tókst lögreglu hafa hendur í hári ræningjanna og dómur yfir þeim féll á dögunum. Málið tengist alræmdri glæpafjölskyldu í Berlín, furðulegum þjófnaði á 100 kílóa gullpeningi árið 2017 og svo virðist sem bófarnir hafi litla hugmynd haft um hvað það var sem þeir stálu.

Snorri Rafn Hallsson segir frá demantaþjófunum í Dresden og dýrgripunum sem þeir stálu.

Frumflutt

26. maí 2023

Aðgengilegt til

25. maí 2024
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Þættir

,